top of page

Vönduð blaðamennska er ekki ókeypis og almenningur þarf á henni að halda. Því hefur Blaðamannafélagið hafið undirbúning að stofnun sérstaks samfélagssjóðs til eflingar samfélagslega mikilvægrar blaðamennsku.

 

Tilgangur hans er að efla fagið og styrkja sjálfstætt starfandi blaðamenn sem vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum. 

 

Markmiðið er að hlúa að þeirri blaðamennsku sem hefur átt hvað mest undir högg að sækja, blaðamennsku sem krefst tíma og úthalds - sem veitir aðhald, setur í samhengi og skýrir.

Sjóður til eflingar faglegrar blaðamennsku í almannaþágu. Sjóðurinn er óháð sjálfseignastofnun rekinn fyrir sjálfsaflafé. Fullt gagnsæi ríkir um styrki sem sjóðurinn þiggur.

Hvað?

Sjálfstæð, óháð úthlutunarnefnd veitir blaðamönnum framfærslustyrki samkvæmt skýrum, gagnsæjum reglum þar um.

Hvernig?

Blaðamenn geta sótt um styrki til samfélagslegra mikilvægra verkefna.  ýmist sem sjálfstætt starfandi eða til að skapa svigrúm til að vinna að slíkum verkefnum innan ritstjórnar.

Hver?

Það er í allra þágu að hér fái þrifist öflug og vönduð blaðamennska. Markaðsbrestur í fjölmiðlarekstri dregur úr svigrúmi til vinnslu verkefna sem krefjast tíma og yfirlegu.

Hvers vegna?
blaðamenn á alþingi.jpg
Original on Transparent.png

Hvers vegna blaðamennska?

Öll eigum við rétt á því að vera upplýst. Það eru grundvallarréttindi og forsendur fyrir því að geta tekið upplýsta ákvörðun í lýðræðissamfélagi. Því það er almenningur sem ræður því hver fara með valdið, ráðstafa opinberum fjármunum, útdeila völdum og skipta gæðum. Eitt af grundvallarhlutverkum blaðamanna er að gæta hagsmuna almennings með því að veita valdhöfum aðhald, upplýsa, skýra og setja í samhengi. Blaðamenn krefjast upplýsinga, spyrja erfiðra spurninga, hafa upp á gögnum og miðla upplýsingunum til almennings. 

bottom of page