top of page

Þjóðarátak til styrktar blaðamennsku

Um sjóðinn

Það er allra hagur að traustur grunnur verði byggður undir blaðamennsku sem skiptir samfélagið máli. Við blásum því til þjóðarátaks til styrktar blaðamennsku og leitum til fyritækja og fjársterka aðila til að leggja sjóðnum lið.

Einkareknir fjölmiðlar eru fáir og reksturinn veitir að auki lítið svigrúm til þess að halda úti öflugri blaðamennsku með því nauðsynlega aðhaldi sem hún veitir. Sjóðurinn er viðleitni til að bregðast við vandanum með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. 

Torg16073A.jpg

Hlutverk

Efla þarf faglega blaðamennsku svo fjölmiðlar geti staðið undir hlutverki sínu sem hagsmunaverðir almennings og veitt þær nauðsynlegu upplýsingar sem liggja til grundvallar upplýstri ákvarðanatöku í lýðræðissamfélagi. Með því að veita blaðamönnum styrki til verkefna sem eru samfélagslega mikilvæg mun sjóðurinn stuðla að því. Þá verða búnir til hvatar til að auka menntun í faginu og efla nýsköpun. 

Markmið

Að skapa jarðveg fyrir blaðamenn til að vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Lítið svigrúm í rekstri fjölmiðla þrengir að möguleikum blaðamanna til þess að sinna kjarnahlutverki blaðamennskunnar, að upplýsa um, skýra eða setja í samhengi málefni sem varða almannahagsmuni. 

Samfélagssjóðurinn veitir blaðamönnum frelsi til þess að velja sér verkefni og gefur þeim svigrúm til þess að leggjast í vinnu sem þeim gæfist ekki ella, sökum mannfæðar á ritstjórnum. Samfélagið allt mun njóta góðs af, því það er í allra þágu að hér fái þrifist öflug og vönduð blaðamennska.

Torg16055A.jpg
bottom of page